Hvað er að frétta?
Samstarfsaðilar Green Advisor hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði við áframhaldandi þróun og vinnu við þá verkþætti sem snúa að niðurstöðum verkefnisins. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að að fyrsta afurð verkefnisins „Green Advisor Environmental Quality Assurance Framework on European Project Management“, er nú aðgengileg á heimasíðunni okkar, en samantektinni er ætlað að gefa innsýn í umhverfisáhrif evrópskra verkefna og hvernig hægt er að betrumbæta þessi ferli til að stuðla að umhverfisvænni verkefnum og grænni framtíð.
Auk þess að leggja lokahönd á umgjörð gæðaviðmiða verkefnisins, komu samstarfsaðilar saman í Cori á Ítalíu til að ræða næstu skref verkefnisins, þar á meðal að skilgreina lykilatriði við þróun og hönnun reiknivélar og kolefnisfótspor verkefna ásamt tólum til sjálfsmats verkefnastjóra „Green Advisor Carbon Footprint Calculator and Self-Evaluation Tool“, sem hannað er til að innleiða sjálfbærni og græna hugsun í evrópskum verkefnum.
Hvað er á döfinni?
Samstarfsaðilar verkefnisins nýttu sér fjölþjóðlegan samstarfsfund í Cori til að skilgreina næstu skref verkefnisins, ásamt því að undirbúa sjálfmastferli og reiknivél fyrir kolefnisfótspor verkefna, fyrir næsta fund verkefnisins, sem fer fram á Íslandi í haust. Fundurinn, sem er haldinn af GeoCamp Iceland, mun leggja áherslu á vinnustofur og þjálfun í notkun þeirra verkfæra og tóla sem verkefnið vinnur að.
Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með Green Advisor verkefninu ásamt því að fá nánari upplýsingar og reglulegar fréttir af framvindu verkefnisins, getur þú fylgt okkur á Facebook eða heimsótt heimasíðu okkar.
https://www.facebook.com/greenadvisorproject
https://greenadvisorproject.com
Með kærri kveðju, Green Advisor teymið.