GREEN ADVISOR

Enhancing environmental sustainability of EU funded projects

UM VERKEFNIÐ

GREEN ADVISOR: “enhancing environmental sustainability of EU funded projects” er þriggja ára samstarfsverkefni styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins innan fullorðinsfræðslu. Samstarfsaðilar eru sex talsins og koma frá fimm Evrópulöndum (Spáni, Ítalíu, Tyrklands og Finnlands, auk Íslands sem leiðir verkefnið), sem munum sameiginlega reyna að mæta áskorunum um að minnka kolefnisspor við innleiðingu Erasmus+ verkefna. Megin markmið verkefnisins verður að innleiða græna ferla í Erasmus+ verkefnum, allt frá verkefnastjórnun yfir í innleiðingarferli þeirra. Í verkefninu verður leitast við að þróa sjálfsmats- og verkferla, reiknivélar, þjálfunarpakka og námskeið fyrir verkefnastjóra og þátttakendur í Erasmus+ verkefnum til að mæla umhverfisspor verkefnanna. Þá verður unnið að leiðum til að hvetja þá til að innleiða græn umskipti og efla færni til að áþreifanlega innleiða fyrirbyggjandi aðgerðir til að jafna meng og umhverfisáhrif sem myndast í fjölþjóðlegu samstarfi Erasmus+ verkefna.

AFURÐIR

Á þriggja ára framkvæmdartíma verkefnisins mun GREEN ADVISOR leitast við að þróa eftirfarandi afurðir og niðurstöður:

• Heimasíða á tungumálum stamstarfsaðila verkefnisins: Ensku, íslensku, ítölsku, spænsku, tyrknesku og finnsku.

• Gæðarammar um tryggingu umhverfisþátta í verkefnastjórn Evrópuverkefna: innleiðing kerfisbundinnar hugmyndafræði um græna hönnun „green by design“ í öllum verkþáttum Evrópuverkefna ásamt því að skilgreina sértækar kolefnis- og mengunarmælingar til mótvægis við þeim aðgerðum sem verkefnastjórar og kennarar innleiða.

• Reiknivél fyrir verkefnastjóra um stöðu og umhverfisspor Evrópuverkefna: greiningartól til að meta sjálfbærni og stöðu Evrópuverkefna, með það að markmiði að hvetja kennara og starfsfólk innan fullorðinsfræðslu til að vera meðvitaðri um umhverfisáhrif þeirra. Þá mun verkefnið taka saman áþreifanleg dæmi, hugmyndir og viðeigandi upplýsingar sem geta lagt grunn að þverfræðilegri grænni hæfni í bæði núverandi og framtíðar Evrópuverkefnum.

• Námskeið á Íslandi fyrir 18 fullorðinsfræðslukennara og verkefnastjóra: námskeiðið fer fram í blönduðu námi og er hannað til að prófa þær afurðir og verkfæri sem verða þróuð á verkefnatímanum, ásamt því að deila grænum starfsháttum meðal þátttakenda í fjölmenningarlegu umhverfi.

• Grænt gæðamerki í Evrópuverkefnum: innleiðing viðurkenningarkerfis til að veita verkefnum með tilliti til umhverfisfótspors og sjálfbærni. Með slíku merki verður reynt að efla umhverfisvitund í verkefnum innan fullorðinsfræðslu og hvetja þátttakendur þeirra að hafa græna hugsun að leiðarljósi, sambærilegt og gert hefur verið almennt í Evrópuverkefnum með merki “góðra starfsvenja”.

• Viðburðir í hverju samstarfslandi: markmiðið verður að ná til alls 195 þátttakenda á meðal markhópa og hagsmunaaðila verkefnisins, þar sem meðal annars verður deilt bæklingi um græna verkefnastjórnun í Evrópuverkefnum.

MARKHÓPAR

• VERKEFNASTJÓRAR Í VERKEFNUM SEM HLJÓTA STYRK FRÁ EVRÓPUSAMBANDINU (þetta eru þeir aðilar sem halda utan um og hafa umsjón með framkvæmd og gæðaeftirliti verkefna, svo það er mikilvægt að þjálfa þá og kynna fyrir mismunandi þáttum grænnar samþættingar).

• KENNARAR SEM TAKA ÞÁTT Í FULLORÐINSFRÆÐSLUVERKEFNUM STYRKT AF EVRÓPUSAMBANDINU (hvort heldur það séu rannsóknaraðilar, kennarar eða samstarfsaðilar Evrópuverkefna).

• ANNAÐ STARFSFÓLK EVRÓPUVERKEFNA (annað hvort við bókhald eða fjármál, aðstoðarfólk, o.s.frv.).

• SJÁLFBOÐALIÐAR EÐA ÞÁTTTAKENDUR SEM HLOTIÐ HAFA NÁMS- OG ÞJÁLFUNARSTYRKI (aðilar sem hafa hlotið náms- og þjálfunarstyrki á vegum Evrópusambandsins, eða hefur tekið þátt í einstökum verkþáttum Evrópuverkefna, tilraunaverkefnum, rannsóknum, o.s.frv).

• NÝIR ÞÁTTTAKENDUR í Erasmus+ áætluninni (til að tryggja að verkefnatólið geri nýliðum og stofnunum með enga fyrri reynslu auðvelt og einfalt að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við gerð verkefnaumsókna).

• FRUMKVÖÐLA- OG NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKI EÐA ÖNNUR SAMTÖK sem taka þátt í H2020 eða öðrum rannsóknar- og nýköpunarverkefnum.

*Aðrir markhópar verða skilgreindir samhliða framkvæmd verkefnisins, en auk þess geta allir aðrir áhugasamir einnig notið góðs af opnum og aðgengilegum niðurstöðum, grænni aðferðafræði og öðrum afurðum GRÆNN ADVISOR verkefnisins.

GREEN ADVISOR

Enhancing environmental sustainability of EU funded projects

This project has been funded with the support of the European Commission. This publication reflects the views only of the author and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.

Project No: 2022-1-IS01-KA220-ADU-000085530

Scroll to Top
Scroll to Top