Newsletter 01

Green Advisor: „enhancing environmental sustainability of EU funded projects” er þriggja ára samstarfsverkefni styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins innan fullorðinsfræðslu.

Samstarfsaðilar eru sex talsins og koma frá fimm Evrópulöndum (Spáni, Ítalíu, Tyrklands og Finnlands, auk Íslands sem leiðir verkefnið), sem munum sameiginlega reyna að mæta áskorunum um að minnka kolefnisspor við innleiðingu Erasmus+ verkefna. Megin markmið verkefnisins verður að innleiða græna ferla í Erasmus+ verkefnum, allt frá verkefnastjórnun yfir í innleiðingarferli þeirra. Í verkefninu verður leitast við að þróa sjálfsmats- og verkferla, reiknivélar, þjálfunarpakka og námskeið fyrir verkefnastjóra og þátttakendur í Erasmus+ verkefnum til að mæla umhverfisspor verkefnanna. Þá verður unnið að leiðum til að hvetja þá til að innleiða græn umskipti og efla færni til að áþreifanlega innleiða fyrirbyggjandi aðgerðir til að jafna þau umhverfisáhrif sem myndast í fjölþjóðlegu samstarfi Erasmus+ verkefna.

Upphafsfundur verkefnsins átti sér stað dagana 23. – 24. janúar 2023 í Turku, Finnlandi. Á fundinum ræddu samstarfsaðilar verkefnsins ítarlega um næstu skref þess og þau rafrænu tól sem verða þróuð á verkefnatímanum. Afurðir verkefnisins munu nýtast verkefnastjórum og þátttakendum í samstarfsverkefnum á vegum Evrópusambandsins, sem og annarra fjölþjóðlegra verkefna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins á ensku, spænsku, ítölsku, tyrknesku, finnsku og íslensku.

www.facebook.com/greenadvisorproject

www.greenadvisorproject.com

Fylgið okkur fyrir reglulegar fréttir af Green Advisor verkefninu.

This project has been funded with the support of the European Commission. This publication reflects the views only of the author and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.

Project No: 2022-1-IS01-KA220-ADU-000085530

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top
Scroll to Top