Hvað hefur verið að gerast?
Samstarfsaðilar verkefnisins hafa ekki setið auðum höndum síðastliðnar vikur, bæði við þróun á væntanlegum afurðum verkefnisins sem og við vinnu við sýnileika verkefnisins útávið. Samstarfasaðilarnir hafa þannig skipulagt viðburði og málstofur í öllum samstarfslöndum verkefnisins með það að markmiði að sýna fram á mikilvægi þess að draga úr sameiginlegu kolefnisspori okkar í Evrópuverkefnum.
Meðal þess sem við höfum verið að vinna að undanfarið eru sjálfsmat fyrir verkefnastjóra sem og röð netnámskeiða, en báðar þessar afurðir eru núna aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins www.greenadvisorproject.com. Eftir mikla vinnu undanfarnar vikur og ítarlegt prófunartímabil er sjálfsmats verkfærið tilbúið til notkunar, en því er ætlað að hjálpa verkefnateymum að skilja betur starfsvenjur og umhverfisáhrif. Við hvetjum þig til að skoða sjálfsmatið og sjá hversu umhverfisvænt verkefnið þitt hefur verið.
https://greenadvisor.gazi.edu.tr/Login
Árangursrík heimsókn til Reus
Sem hluti af framvindu verkefnisins, var síðasti samstarfsfundur verkefnishópsins haldinn í Reus í Katalóníu, þar sem áhersla var lögð á að ræða framkvæmd verkefnisins í heild, sem og framvindu á þróun reiknivéls til að mæla kolefnisspor verkefna og skipulag kynningarviðburða í samstarfslöndunum (Multiplier Events), þar sem niðurstöðurnar verða nýttar af almenningi og verkefnastjórum.

Næstu skref
Með útgáfu á stafræna verkfærinu til sjálfsmats og þjálfunarnámskeiða, fara afurðir verkefnisins að taka á sig mynd. Þá er vinna við gerð og útfærslu á reiknivél til að mæla kolefnisspor verkefna að ljúka, en hún er meðal helstu afurða verkefnisins. Með reiknivélinni er stefnt að því að veita verkefnastjórum og samstarfsaðilum í fjölþjóðlegum verkefnum, handhægt tól til að innleiða græna hugsun í evrópskum verkefnum. Við munum birta nánari upplýsingar af þróun reiknivélarinnar og væntanlegri útgáfu á næstunni. Fylgist með.
https://www.facebook.com/greenadvisorproject
Með kærri kveðju, Green Advisor teymið.