Staða verkefnsins í hnotskurn
Samstarfsaðilar í Green Advisor verkefninu hafa unnið hörðum höndum að afurðum og þróun efnis sem verður nýtt síðar á verkefna tímanum, þar á meðal nýstárlega reiknivél til að sjá kolefnisnotkun í Evrópuverkefnum auk leiðbeininga og verkfæra fyrir sjálfsmat. Einnig er verið að leggja grunn að gæðastjórnunarkerfi sem gerir okkur kleift að skilja umhverfisáhrif verkefna. Þessi verkfæri geta hafa mikil áhrif bæði við undirbúning og framkvæmd evrópskra verkefna og námsferða, ásamt því að auka vitund okkar og þekkingu á umhverfisáhrifum Evrópuverkefna.
Ævintýraleg heimsókn verkefnahópsins til Íslands
Sem hluti af verkefninu, var haldinn verkefnafundur á Íslandi í október 2024. Á fundinum sem fór fram bæði á Reykjanesi og í Fljótshlíð á Suðurlandi, var farið yfir kynningarefni og námskynningar samstarfsaðilum á tilgreindum viðfangsefnum verkefnisins.
Auk þess nýttum við tímann saman til að vinna áfram að þróun efnis og niðurstaðna verkefnisins. Að lokum fengu samstarfsaðilar í Green Advisor tækifæri til að upplifa fallega haustdaga á Íslandi, ásamt því að njóta náttúru og góðs félagsskapar.
Hvað er á döfinni?
Niðurstöður og afurðir verkefnisins verða fullunnar og kynntar á næstunni, svo fylgist vel með uppfærslum á heimasíðu og samfélagsmiðlum Green Advisor þar sem við segjum ykkur frá nýjungum eins og sjálfsmatsverkfærinu og kolefnissporareiknivélinni. Mundu að halda grænum hagsmunum á lofti og kynna þér mikilvægar umhverfisáherslur í daglegu lífi og starfi. Frekari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum okkar og heimasíðu verkefnisins:
Með kærri kveðju, Green Advisor teymið.

This project has been funded with the support of the European Commission. This publication reflects the views only of the author and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Project No: 2022-1-IS01-KA220-ADU-000085530